Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Á myndinni eru frá vinstri Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson, Hjörd…
Á myndinni eru frá vinstri Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson, Hjördís Ýr Johnson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti að hefja innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á síðasta fundi kjörtímabilsins, þriðjudaginn 22. maí. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi.

Innleiðingin verður unnin í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Unicef. Ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur innleitt sáttmálann þó að þau vinni með margvíslegum hætti í anda hans við að tryggja réttindi barna.

Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið á Íslandi sem vinna mun með Unicef á Íslandi að innleiðingu sáttmálans en Unicef er í samstarfi við Akureyrarbæ að innleiðingu barnasáttmálans.

Fundur bæjarstjórnar Kópavogs var 79.fundur núverandi bæjarstjórnar og sá síðasti á kjörtímabilinu.