- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Börn og starfsmenn leikskólans Álfaheiði í Kópavogi hafa sinnt garðyrkjurækt af miklum myndarskap í sumar og hefur það skilað sér með góðri uppskeru. Uppskeruhátíð fór fram í síðustu viku og voru börn og starfsmenn að vonum glöð með árangurinn. Mikil áhersla er lögð á umhverfismál í skólanum og hafa börnin meðal annars fylgst með því í moltutunnum hvernig lífrænn úrgangur verður að mold.
Kópavogsbær hefur lagt mikinn metnað og fjármagn til að gera lóðina sem best úr garði og í sumar voru girðingar og pallar á lóð leikskólans fúavarin og gengið frá örfáum atriðum sem kláruðust ekki á síðasta ári.
Matjurtagarður vestanmegin á lóð var útbúinn af starfsmönnum leikskólans á glæsilegan hátt með góðri aðstoð starfsmanna garðyrkjudeildar bæjarins.
Gróðursett voru fleiri ávaxtatré og nú er skólinn með epla –, plómu - og kirsuberjatré í garðinum. Á kirsuberjatréð eru strax komin nokkur ber svo ávaxtaræktin lofar góðu !