- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag, 14. febrúar, einróma breytingu á launakjörum bæjarfulltrúa. Laun bæjarfulltrúa munu eftirleiðis taka mið af launavísitölu í stað þingfararkaups eins og verið hefur.
Með þessu munu laun bæjarfulltrúa hækka sem nemur 26% en hefðu hækkað um 44,3% hefðu laun bæjarfulltrúa áfram verið tengd við þingfararkaup. Hækkunin samkvæmt launavísitölu tekur gildi um næstu mánaðamót.
Mánaðarlaun bæjarfulltrúa fyrir ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaup í nóvember voru 251.770 krónur eða 33% af þingfararkaupi. Eftir breytingu verða launin kr. 317.000. Ef áfram hefði verið miðað við þingfararkaup hefðu laun bæjarfulltrúa hækkað í 363.394 krónur.
Bæjarstjórn hefur því tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs um hækkun þingfararkaups sem gekk í gildi 1. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð Kópavogs frestaði gildistöku hækkunarinnar og vísaði til forsætisnefndar til nánari útfærslu um framtíðarfyrirkomulag starfskjara bæjarfulltrúa. Forsætisnefnd lagði ofangreindar breytingar á launum bæjarfulltrúa til við bæjarstjórn Kópavogs.