- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðarhraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna. Markmiðið er að draga úr líkum á slysum.
Breytingarnar eru í samræmi við hámarkshraðaáætlun sem unnin var á grundvelli umferðarmælinga og slysaskráninga síðustu ára og draga mið af aðstæðum á hverjum stað. Einnig var horft til hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar til að gæta að samræmi í umferðarskipulagi á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta þýðir í reynd lækkun á hámarkshraða í 57 götum. Sjá yfirlit yfir götuhraða í Kópavogi fyrir og eftir breytingar.
Vinna við að skipta út skiltum þar sem þess er þörf er ekki hafin en stefnt er á að hefja hana eftir páska. Þá verður máluðum merkingum á götum einnig breytt í vor og sumar.