Breytingar í innheimtu

Breytingar á innheimtu fasteignagjalda taka gildi 1. janúar 2019.
Breytingar á innheimtu fasteignagjalda taka gildi 1. janúar 2019.

Breytingar verða á innheimtu fasteignagjalda hjá Kópavogsbæ frá og með 1. janúar 2019.

Hætt verður að senda út álagningarseðla en þeir verða aðgengilegir í þjónustugátt Kópavogsbæjar og á vefnum island.is.

Þá verða eingöngu sendir út greiðsluseðlar til þeirra sem eru fæddir 1944 og fyrr. Greiðsluseðlar verða aðgengilegir í íbúagátt/þjónustugátt Kópavogsbæjar.

*Greiðsluupplýsingar birtast í heimabanka eins og áður og hægt verður að panta greiðsluseðla með því að senda póst á thjonustuver@kopavogur.is eða hringja í þjónustuver Kópavogsbæjar í síma 441 0000

Ef spurningar vakna má senda fyrirspurn á alagning@kopavogur.is eða hafa samband við Þjónustuver Kópavogs.

Þess má geta að breytingarnar hafa verulegan sparnað í för með sér auk þess sem þær draga úr pappírsnotkun og eru því verulega umhverfisvænar.