Byggja upp útikennslusvæði í Lindahverfi

Yngstu börnin létu sitt ekki eftir liggja.
Yngstu börnin létu sitt ekki eftir liggja.

Foreldrar og börn í Lindahverfi létu hendur standa fram úr ermum í síðustu viku og hjálpuðust að við að byggja upp útikennslusvæði fyrir skólana í hverfinu. Svæðið er fyrir ofan Lindaskóla og leikskólann Núp, við enda Kópalindar. Slík útikennslusvæði hafa verið byggð upp víða í Kópavogi og hafa notið mikillar vinsældar.

Svæðið er sérstaklega hannað með það í huga að þar geti farið fram útikennsla fyrir leik- og grunnskólabörn. Á svæðunum eru smíðaðir og settir upp bekkir og tré gróðursett sem m ynda skjól.

Starfsmenn umhverfissviðs Kópavogsbæjar hafa skipulagt svæðin og hafa síðan margir lagt hönd á plóg við uppbyggingu þeirra.

Á vef Lindaskóla má finna fjölmargar skemmtilegar myndir frá því þegar svæðið var byggt upp í hverfinu í síðustu viku. Vonast er til að það verði tilbúið innan tíðar.

www.lindaskoli.is