Auglýst eftir umsóknum í afrekssjóð

Auglýst er eftir umsóknum í afrekssjóð lýðheilsu- og íþróttanefndar.
Auglýst er eftir umsóknum í afrekssjóð lýðheilsu- og íþróttanefndar.

Auglýst er eftir umsóknum í Afrekssjóð lýðheilsu- og íþróttanefndar Kópavogs.

Markmið sjóðsins eru: 

  •  Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
  • Að veita afreksíþróttafólki styrk sem á lögheimili í Kópavogi en getur ekki stundað sína íþrótt í bæjarfélaginu.

Umsóknum skal skila inn rafrænt í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.

Opið er fyrir umsóknir frá 6. nóvember – 30. nóvember 2025.