Boðið upp á afmælisköku í Smáralind

Boðið er upp á afmælisköku í Smáralind.
Boðið er upp á afmælisköku í Smáralind.

Boðið verður upp á afmælisköku í Smáralind í tilefni 70 ára afmæli Kópavogsbæjar laugardaginn 10.maí milli 14 og 16.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og bæjarfulltrúar munu sjá um að skera kökuna og taka vel á móti gestum og gangandi. Samkór Kópavogs treður upp í tilefni dagsins og þá verður blöðrulistamaður á staðnum.

„Ég hlakka mikið til að hitta íbúa og aðra gesti í afmælisskapi en afmæliskakan er hluti af afmælishátíð sem stendur nú um helgina auk þess sem við bryddum upp á ýmsum viðburðum allt árið,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Afmæliskakan er bökuð af Reyni bakara en auk hennar verður boðið upp á drykki frá Ölgerðinni.

Dagskrá afmælishátíðar:

  • Föstudaginn 9.maí: Boðið upp á afmælisköku í félagsmiðstöðvum eldri borgara.
  • Laugardag 10.maí kl. 14: Afmæliskaka á boðstólum í Smáralind frá klukkan 14.00. Bæjarstjóri Kópavogs og bæjarfulltrúar mæta og gefa gestum og gangandi ljúffenga afmælisköku í tilefni sjötugsafmælis bæjarins. Blöðrulistamenn og Samkór Kópavogs.
  • Laugardagur 10.maí kl. 11-17: Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar: Smiðjur og fjör í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu.
  • Sunnudagur 11.maí 12-17: Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar: Smiðjur, Rauðhetta og úlfurinn, Dj. Sunna Ben, Glimmersturta og afmælislög með skólakórum úr Kópavogi, stultur, sápukúlur, vesen og vatnsull með Memm á útisvæði við menningarhúsin og margt fleira.
  • Þriðjudaginn 13.maí kl. 13: Götuganga Virkni og vellíðan í Kópavogsdal.

Nánar um afmælishátíð