Öll velkomin í afmæli Félagsmiðstöðvarinnar Ekkó föstudaginn 17.október.
Félagsmiðstöðin Ekkó fagnar 40 ára afmæli föstudaginn 17.október. Haldið verður upp á daginn með opnu húsi frá 18 - 20.
Ekkó er elsta starfandi félagsmiðstöð Kópavogsbæjar og hafa þúsundir barna og unglinga tekið þátt í frístundastarfinu á Kársnesinu. Klúbbastörf, nemendaráð, böll, opin hús, Stíll, tónleikar, hryllingshús, fótboltamót, LAN mót og margt annað sem hefur verið gert í gegnum árin.
Félagsmiðstöðin starfar í dag í Kársnesskóla (áður Þinghólsskóli) og hafa ófáir Kópavogsbúar tekið þátt í starfi Ekkó. Þetta er tilvalið tækifæri til að hittast, rifja upp góðar minningar í félagmiðstöðinni og njóta samverunnar .
Léttar veitingar verða í boði, saga félagsmiðstöðvarinnar verður tekin fyrir, gamlar og góðar myndir úr starfinu sýndar, það verða mjög líklega einhver atriði barna og ungmenna í Ekkó. Að sjálfsögðu verður hægt að rifja upp gamla takta í borðtennis, pílu og pool o.fl.
Húsið er opið frá kl.18:00 – 20:00. Öll velkomin.