Endurmenntun í öndvegi í upphafi nýs skólaárs

Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara.
Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara.

Námskeið fyrir grunnskólakennara í Kópavogi voru haldin í sjöunda skipti í ár en þau hafa verið haldin síðan 2017 í þessu formi. Dagskráin stendur yfir í þrjá daga frá 9:00 – 16:00 en síðasti dagur námskeiðanna er mánudagur 14. ágúst. Grunnskóladeildin stendur líka fyrir mánudagsfræðslu fyrir kennara þar sem haldin eru styttri námskeið og kynningar yfir veturinn.

Námskeiðin voru 19 talsins.

Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara. Þau voru 19 talsins en meðal þeirra námskeiða sem voru í boði voru námskeið um gildi listgreinakennslu, inngildingu í kennslustofunni, atferlismótandi aðferðir í skólastarfi og námskeið er varðar börn, sorg og áföll.

. Dagskráin stendur yfir í þrjá daga frá 9:00 – 16:00 en síðasti dagur námskeiðanna er mánudagur 14. ágúst.

Í Kópavogi eru tíu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Grunnskólarnir eru Álfhólsskóli, Hörðuvallaskóli, Kóraskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli og Vatnsendaskóli.

Skólasetning hjá grunnskólum í Kópavogi verður miðvikudaginn 23. ágúst.