- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðarhraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna. Markmiðið er að draga úr líkum á slysum.
Vinna við að skipta út skiltum þar sem þess var þörf hófst eftir páska 2024 og er að mestu leyti lokið nú í byrjun hausts 2024. Þá var máluðum merkingum á götum einnig breytt í vor og sumar.
Breytingarnar eru í samræmi við hámarkshraðaáætlun sem unnin var á grundvelli umferðarmælinga og slysaskráninga síðustu ára og draga mið af aðstæðum á hverjum stað.
Samtals er Kópavogur veghaldari á 326 götum í sveitarfélaginu. Vegagerðin er eftir sem áður veghaldari á helstu stofnbrautum.
Af þessum 326 götum voru fyrir breytingu 265 götur með hámarskhraðann 30 km/klst, enda eru flestar götur húsagötur. Þá voru 60 götur með 50 km/klst. hámarkshraða og ein gata, Salavegur, var með 40 km/klst. hámarkshraða.
Eftir breytinguna verður lægri hámarkshraði á 57 af götunum 60 sem voru með 50 km/klst. hámarkshraða. Á 28 þeirra verður hámarkshraðinn 40 km/klst.., en á 29 þeirra verður hámarkshraðinn 30 km/klst.
Á þremur götum verður hámarkshraðinn sem fyrr segir áfram 50 km/klst en þær götur eru: Digranesvegur milli Hlíðarhjalla og Dalvegs, Vatnsendavegur og Dalvegur milli Fífuhvammsvegar og Digranesvegar.
Meðal gatna þar sem hámarkshraði er lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. eru meðal annars Auðbrekka, Dalbrekka, Skemmuvegur, litagötur Smiðjuvegs, Bakkabraut, Hafnarbraut, Þinghólsbraut og Hagasmári.
Meðal gatna þar sem hámarkshraði er lækkaður úr 50 km/klst í 40 km/klst eru meðal annars Hlíðarhjalli, aðalbraut Smiðjuvegs, Túnbrekka, Vatnsendahvarf, Ögurhvarf, Bæjarlind og Smárahvammsvegur.
Sjá yfirlit yfir götuhraða í Kópavogi fyrir og eftir breytingar.