Heildarsýn fyrir Kópavogsdal til skoðunar

Á myndinni eru: Andri Steinn Hilmarsson, Sigrún María Kristinsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Hjördís Ý…
Á myndinni eru: Andri Steinn Hilmarsson, Sigrún María Kristinsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, formaður, Kristinn Dagur Gissurarson, Auður Dagný Kristinsdóttir, Hákon Gunnarsson.

Starfshópur hefur verið skipaður sem vinna mun tillögur að heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Ennfremur mun hópurinn leggja mat á hvort ástæða sé til þess að gera breytingar á gildandi skipulagsáætlun Kópavogs.

Starfshópurinn mun kalla eftir þarfagreiningu frá skilgreindum hagaðilum á svæðinu sem og skriflegum umsögnum frá aðilum sem gætu haft hagsmuna að gæta í dalnum eða búa yfir þekkingu eða upplýsingum sem geta verið gagnlegar fyrir starfshópinn.

Þá verður farið í hugmyndasöfnun á meðal íbúa og þeim gefinn kostur á því að skila inn hugmyndum sem varða nýtingu og framtíðarsýn Kópavogsdals.

Afmörkun svæðisins miðar við deiliskipulagssvæði Kópavogsdals.

Þarfagreiningu og umsögnum þarf að skila skriflega til Kópavogsbæjar, í þjónustuver að Digranesvegi 1 eða á netfangið sigrun.maria@kopavogur.is.

Hugmyndasöfnun meðal íbúa hefst 15.nóvember og verður kynnt sérstaklega.

Starfshópinn skipa: Hjördís Ýr Johnson, formaður, Andri Steinn Hilmarsson, Auður Dagný Kristinsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Hákon Gunnarsson,Kristinn Dagur Gissurarson, Tryggvi Felixson. Starfsmaður er Sigrún María Kristinsdóttir.

Starfshópurinn mun skila inn skýrslu og tillögum til bæjarstjóra í ársbyrjun 2024.

Meira um verkefnið.