- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar verksamnings við verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher um byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.
Komið hafa fram gallar á unnu verki verktakans og þá hefur verktaki ekki sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.
Mikilvægt er að mati Kópavogsbæjar að verkinu verði komið í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.
Markmið Kópavogsbæjar er að byggingu Kársnesskóla ljúki fyrri hluta árs 2024, eins og núverandi tímaáætlun gerir ráð fyrir.