Heimild til riftunar verksamnings um byggingu Kársnesskóla samþykkt

Mynd sem sýnir fyrirhuguðan Kársnesskóla. Verkfræðistofan Mannvit sá um heildarhönnun skólans en Ba…
Mynd sem sýnir fyrirhuguðan Kársnesskóla. Verkfræðistofan Mannvit sá um heildarhönnun skólans en Batteríið og Landslag ehf. voru í teyminu með Mannviti. Hönnunarstjóri hönnunarteymisins var Jón Ólafur Ólafsson arkitekt.

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar verksamnings við verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher um byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.

Komið hafa fram gallar á unnu verki verktakans og þá hefur verktaki ekki sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. 

Mikilvægt er að mati Kópavogsbæjar að verkinu verði komið í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.

Markmið Kópavogsbæjar er að byggingu Kársnesskóla ljúki fyrri hluta árs 2024, eins og núverandi tímaáætlun gerir ráð fyrir.