Húsnæði fyrir eftirskóla- og frístundaþjónustu

Kópavogsbær leitar eftir húsnæði sem hentar fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir …
Kópavogsbær leitar eftir húsnæði sem hentar fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Kópavogi.

Kópavogsbær stendur fyrir markaðskönnun vegna mögulegrar langtímaleigu á nútímalegu og sveigjanlegu húsnæði fyrir starfsemi eftirskóla- og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Kópavogi.

Leitað er upplýsinga um húsnæði staðsett í Kópavogi í nálægð við almenningssamgöngur. Kostur er ef húsnæðið er staðsett í nálægð við aðra þjónustustarfsemi, svosem í Hamraborg, Dalvegi og nágrenni eða í Hvörfunum. Mikilvægt er að húsnæðið bjóði upp á góða aðstöðu fyrir mötuneyti og sé hægt að skipuleggja í stærri og smærri sali eða herbergi ásamt góðri salernisaðstöðu.

Gerð er krafa um gott aðgengi innan- sem utandyra. Þar sem um er að ræða þjónustu við ungmenni með fatlanir er mikilvægt að aðgengi og aðkoma taki mið af notkun hjólastóla og aksturs ferðaþjónustubíla.

Húsrýmisþörf er áætluð um 400-600 m2 en fer eftir skipulagi húsnæðis.

Nánari upplýsingar er að finna á Útboðsvefnum þar sem auglýsingin er aðgengileg.

Skoða auglýsingu

Fyrirspurnir varðandi auglýsinguna skulu sendar á netfangið jonkristjan@kopavogur.is

Fyrirspurnarfrestur rennur út 23. janúar 2026 en svarfrestur velferðarsviðs Kópavogs er til og með 27. janúar 2026.

Þess er óskað að svör frá áhugasömum aðilum berist á netfangið jonkristjan@kopavogur.is eigi síðar en kl. 13:00 miðvikudaginn 28. janúar 2026.