Keppnisvöllur við Kórinn – opið hús

Úr tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Úr tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Opið hús um breytingu á deiliskipulagi Hörðuvalla fyrir keppnisvöll HK norðan við Kórinn verður þriðjudaginn 26. ágúst nk. milli kl. 16:30 og 18:00 í veislusal HK í Kórnum að Vallakór 12-14.

Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur lagður gervigrasi norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000m². Byggingarreitur fyrirhugaðs framhaldsskóla breytist. Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500 m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662m² í 68.262m² til norðurs og austurs.

Á opna húsinu verður hægt að skoða tillöguna og spyrja starfsfólk og ráðgjafa um efni hennar. Athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt, málsnúmer 1086/2025 eigi síðar en 30. september 2025.

Skoða kynningargögn