Kvennaverkfall 24.október

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls 24.október.
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls 24.október.

Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni boða samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall, föstudaginn 24. október. Á höfuðborgarsvæðinu hefst söguganga klukkan 13.30 og fylgir fundur á Arnarhóli í kjölfarið.

Þau sem eru stjórnendur hjá Kópavogsbæ eru hvött til að skipuleggja starfsemi á vinnustöðum þann 24.október með þeim hætti að unnt sé að þær konur og kvár sem vilja taka þátt í samstöðufundum að hluta til eða í heild, geti gert það án þess að starfsemi raskist verulega eða að til lokunar komi. Telja má líklegt að einhver þjónusta skerðist.