Reiturinn er við höfnina á Kársnesi.
Kynningarfundur um breytt deiliskipulag á Kársnesi verður haldinn opinn fimmtudaginn 23.júní kl. 17.00-18.30. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1,2,3, Þinghólsbraut 77 og 79.
Kynningarfundinum verður einnig streymt á heimasíðu Kópavogsbæjar.
Farið verður yfir aðdraganda verkefnisins og ferilinn. Tillagan verður kynnt og farið yfir áhrif uppbyggingar á nærliggjandi svæði.
Fundarstjóri: Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs.
Upplýsingar og gögn.