Lausar lóðir í Vatnsendahvarfi

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í lágreistri byggð.
Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í lágreistri byggð.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um í lausar lóðir í Vatnsendahvarfi. Gefinn er frestur til 5.mars að skila inn tilboðum í lóðirnar sem eru fyrir einbýlishús, parhús og raðhús. Tilboðum skal skilað í gegnum útboðskerfið Tendsign.is

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Lögð er áhersla á sjálfbæra og umhverfisvæna byggð og góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

Nánari upplýsingar um Vatnsendahvarf og lausar lóðir.