Leikskólarnir teknir til starfa að loknu sumarfríi

Sumarfrí leikskólanna eru fjórar vikur, að því loknu hefst aðlögun nýrra barna.
Sumarfrí leikskólanna eru fjórar vikur, að því loknu hefst aðlögun nýrra barna.

Hauststarf leikskólanna í Kópavogi er að komast á skrið eftir sumarfrí leikskólanna. Á þessum árstíma er hafin aðlögun yngstu barna í leikskóla bæjarins en hún stendur yfir í nokkrar vikur.

Börn fædd í fyrri hluta maí 2021 og fyrr hafa fengið boð um vist í leikskóla, alls um 550 börn. Flestir foreldrar sem hafa fengið úthlutað rými fyrir barnið sitt hafa fengið upplýsingar um hvenær aðlögun barnanna hefst. Þess má geta að úthlutun plássa fyrir veturinn er ekki lokið en vonast er til að unnt verði að úthluta rýmum til allra barna sem eru fædd í maí 2021.

Kópavogsbær rekur 19 leikskóla með fjölbreyttar áherslur í sínu starfi. Hæsta hlutfall menntaðra leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu er í Kópavogi, eða 36%. Kópavogsbær hefur um árabil styrkt starfsfólk sem vill mennta sig í starfi leikskólakennara eða leikskólaliða og hafa fjölmargir nýtt sér þann möguleika.

Til að vekja athygli á metnaðarfullu starfi í leikskólum Kópavogs verður næstu vikur áhersla á að segja frá starfi leikskólanna í Kópavogi, á vef bæjarins, samfélagsmiðlum og víðar.

Meira um leikskólana: 

Laus störf í leikskólum