Breytingar verða á nefndum með nýrri bæjarmálasamþykkt.
Ný bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar gildi sitt þann 30. desember síðastliðinn en bæjarstjórn Kópavogs samþykkti hana á fundi sínum 26.nóvember. Í bæjarmálasamþykkt er gerð grein fyrir stjórn bæjarins og fundarsköpum bæjarstjórnar.
Breytingar verða á nefndarkerfi bæjarins með nýrri bæjarmálasamþykkt og verður kosið í nýjar nefndir á fyrsta fundi bæjarstjórnar árið 2025, 14.janúar.
Þau ráð/nefndir sem kjósa þarf í eru eftirfarandi:
- Skipulags- og umhverfisráð - Sjö aðalfulltrúa og sjö til vara
- Velferðar- og mannréttindaráð - Sjö aðalfulltrúa og sjö til vara
- Innkaupanefnd - Fimm aðalfulltrúa og fimm til vara
- Lýðheilsu- og íþróttanefnd - Fimm aðalfulltrúa og fimm til vara
- Menningar- og mannlífsnefnd - Fimm aðalfulltrúa og fimm til vara
Þær nefndir sem hafa misst umboð sitt og verða ekki boðaðar til fundar að nýju eru eftirfarandi:
- Umhverfis- og samgöngunefnd
- Jafnréttis- og mannréttindaráð
Nánar um bæjarmálasamþykkt og viðauka.