- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þrjár nýjar stjórnunarstöður eru lausar til umsóknar hjá Kópavogsbæ, áhættu- og fjárstýringarstjóri, umbóta- og þróunarstjóri og þjónustustjóri.
Stöðurnar koma til í tengslum við skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins en í þeim felst meðal annars að nýjar skrifstofur verða til í stað stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem hafa verið lögð niður.
Áhættu- og fjárstýringarstjóri mun stýra nýrri skrifstofu áhættu- og fjárstýringar sem mun fást við stefnumótun og greiningu á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefnu og stefnu vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana.
Sækja um starf áhættu- og fjárstýringarstjóra
Umbóta- og þróunarstjóri stýrir nýrri skrifstofu umbóta og þróunar sem hefur á sínu sviði Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál.
Sækja um starf umbóta- og þróunarstjóra
Þjónustustjóri stýrir skrifstofu þjónustu sem sjá má um sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál
Bætt þjónusta við íbúa, aukin skilvirkni og skýrari hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru meginmarkmið breytinga á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem samþykktar voru í bæjarstjórn Kópavogs á fundi þriðjudaginn 25.febrúar.