21 snjóruðningstæki eru við vinnu núna í Kópavogi en hægt gengur að moka vegna færðar og bíla sem eru fastir.
Engin sorphirða er í Kópavogi í dag vegna færðarinnar.
21 snjóruðningstæki eru við mokstur og var hafist handa klukkan fjögur í nótt. Búist er við að það taki allan daginn að fara helstu íbúagötur. Bílar eru fastir víða á götum í Kópavogi og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þau sem geta eru hvött til að vera heima þar til greiðist úr færðinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur beint þeim tilmælum til ökufólks á sumardekkjum að vera ekki á ferðinni.
Kappkostað verður að moka götur en íbúar eru beðnir um að moka sjálfir frá innkeyrslum.
Þess má geta að snjómokstursbílar á vegum Kópavogsbæjar eru um allan bæinn og er unnið eftir skipulagi snjómoksturs.
Nánar um skipulag snjómoksturs