Álalind var gata ársins 2022.
Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar á netfangið kopavogur(hjá)kopavogur.is
Meðal flokka sem er veitt viðurkenning fyrir er umhirða húss og lóðar, endurgerð húsnæðis og gata ársins. Flokkarnir geta verið breytilegir frá ári til árs.
Umhverfisviðurkenningar í Kópavogi eiga sér langa sögu en frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningu fyrir garða og lóðir.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til kl. 12.00 þann 30.júní.