Skóladagatöl komin í stafræna útgáfu

Skóladagatöl fyrir leik- og grunnskóla og frístundaheimili eru nú aðgengileg í stafrænnni útgáfu. 
…
Skóladagatöl fyrir leik- og grunnskóla og frístundaheimili eru nú aðgengileg í stafrænnni útgáfu.

Stafræn útgáfa skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla og frístundastarf í Kópavogi er nú aðgengileg og geta foreldrar, forsjáraðilar og starfsfólk sótt dagatölin með einföldum hætti og þannig fengið yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, starfsdaga og leyfi.

Markmiðið er að styrkja upplýsingaflæði milli skóla og heimila og draga úr óvissu foreldra og forsjáraðila um skipulag skólaársins og auðvelda yfirsýn. Þá eru dagatölin liður í stefnu bæjarins um að efla stafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf.

Markmið að bæta yfirsýn yfir skólaárið

Kópavogsbær hefur tekið skref í átt að nútímavæðingu með útgáfu stafrænna skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundastarf. Markmiðið er að gera líf foreldra, forsjáraðila og starfsfólks einfaldara með því að bjóða upp á aðgengilega yfirsýn yfir helstu viðburði skólaársins. Þetta er liður í stefnu bæjarins um að efla stafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf til samfélagsins. Skóladagatölin voru gerð aðgengileg í aðdraganda jóla 2025, svo foreldrar og starfsfólk gætu undirbúið sig fyrir vorönn 2026.

Hægt er að setja stafrænu dagatölin beint inn í önnur dagatalaforrit. Foreldrar og forráðamenn geta nú sótt stafrænar útgáfur dagatalanna og sett þær beint inn í sín eigin dagatalaforrit, hvort sem það eru Google Calendar, Outlook eða önnur kerfi sem styðja ICS-skráargerð. Með því að gerast áskrifendur fá notendur sjálfkrafa upplýsingar um skipulagsdaga, frídaga, skólaslit og aðra mikilvæga viðburði. Þetta dregur úr óvissu og styrkir upplýsingaflæði milli skóla og heimila.

Leiðbeiningar um notkun dagatalanna eru skýrar og aðgengilegar, þannig að allir ættu að geta nýtt sér lausnina án fyrirhafnar.

Lausnin var sett í loftið rétt fyrir jól 2025 og hafa viðbrögð verið afar jákvæð, enda stuðlar þessi nýjung að betra skipulagi og aukinni yfirsýn. Næstu skref felast í áframhaldandi þróun, viðhaldi og reglulegu endurmati í samstarfi við skóla og notendur.

Þjónusta verði skilvirkari og betri

Stafræn útgáfa skóladagatala er hluti af umbótum hjá Kópavogsbæ sem hafa það að markmiði að gera þjónustu bæjarins skilvirkari og betri. Verkefnasaga skóladagatalanna er aðgengileg á vef bæjarins.  

Stafræn skóladagatöl

Sólrún Día Friðriksdóttir og Bjarni Guðmundsson sáu um að koma stafrænni útgáfu skóladagatal í loftið.