Stóri plokkdagurinn 2025

Stóri plokk dagurinn 2025
Stóri plokk dagurinn 2025

Kópavogsbær tekur þátt í hreinsunarátakinu Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 27.apríl.

Stóri plokkdagurinn er árlegur viðburður sem er skipulagður af Félagsskapnum Plokk á Íslandi í samstarfi við Rótarýhreyfinguna á Íslandi.

Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, föstudaginn 26. apríl og laugardaginn 27. apríl frá 10.00 til 14.00.

Senda má póst á Þjónustumiðstöð Kópavogs til að tilkynna staðsetningu poka, sem verða sóttir eftir helgi, netfang thjonustumidstod (hja) kopavogur.is . Einnig er hægt að fara með pokana beint í Sorpu.

Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru.

PLOKKTRIXIN

Hvað þarf að hafa?

  • Glæra plastpoka - best er að hafa tvo poka, setja plastið í einn og allt annað í hinn.
  • Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.
  • Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar.

Hvernig erum við útbúin?

  • Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir. Öryggisvesti eru ákjósanleg en skilda ef við erum að plokka meðfram vegum eða við götur.

Hvað á að gera við þar sem safnast?

  • Senda tölvupóst á netfang thjonustumidstod (hja) kopavogur.is með staðsetningu pokanna sem verða sóttir eftir helgi.
  • Fara með plokk afraksturinn á næstu endurvinnslustöð SORPU.

Frekari upplýsingar um Stóra plokkdaginn er að finna á plokk.is