Vefur um náttúru Kópavogs

Aðstandendur fræðsluvefsins Þar á ég heima ásamt bæjarstjóra Kópavogs.
Aðstandendur fræðsluvefsins Þar á ég heima ásamt bæjarstjóra Kópavogs.

Fræðsluvefurinn Þar á ég heima hefur verið opnaður en á honum er að finna fræðsluefni fyrir krakka, unglinga og alla áhugasama um umhverfið og náttúruna í Kópavogi.

Námsefnið er unnið í tengslum við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Ein af aðgerðum innleiðingarinnar felst í „að virkja áhuga barna á umhverfismálum, fræða þau og leyfa þeim að taka þátt.

Á vefnum er að finna alls kyns skemmtilegan fróðleik um jarðfræði, líffræði og landafræði auk þess sem hægt er að spreyta sig á spennandi og fjölbreyttum verkefnum.

Fjallað er um náttúrunni víðs vegar um Kópavoginn, sjálfbærni og umgengni mannsins við umhverfið og náttúruna.

Helstu markmið með vefnum eru að notendur:

  • öðlist heildarmynd af náttúru Kópavogs,
  • kynnist náttúruperlum svæðisins,
  • noti nánasta umhverfi til þess að læra um náttúruna,
  • læri um sjálfbærni og umgengni mannsins við umhverfið og náttúruna,
  • finni sig sem þátttakendur í samfélagi Kópavogsbúa sem saman þurfa að gæta þess umhverfis sem næst þeim er og þeir bera sérstaka ábyrgð á,
  • læri að þykja vænt um náttúruna og bera virðingu fyrir náttúrunni, með aukinni þekkingu og samskiptum við hana.
  •  

Aðalhöfundur efnis er Sólrún Harðardóttir.

Í vinnuhóp sátu: Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur í lýðheilsumálum, Finnur Ingimarsson forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, Ósk Kristinsdóttir kennari í Snælandsskóla, Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar og Sveinbjörg Björnsdóttir verkefnastjóri Marbakka.

Náttúruvefur - skoða hér