Vetrarfrí í Kópavogi

Fuglateiknismiðja er meðal þess sem boðið er upp á í Vetrarfríi í Kópavogi.
Fuglateiknismiðja er meðal þess sem boðið er upp á í Vetrarfríi í Kópavogi.

Vetrarfrí er í grunnskólum Kópavogs 27. og 28. október. Ýmislegt skemmtilegt verður á seyði í menningarhúsum bæjarins þessa daga sem tilvalið er fyrir fjölskyldur í vetrarfríi að taka þátt í.

Í  Gerðarsafni er eldfjallasmiðja með Þykjó og Náttúrufræðistofa býður meðal annars upp á fuglateiknismiðju með Rán Flygering. Þá er Krakkabíó í Bókasafni Kópavogs en einnig Mangasmiðja og fuglagrímusmiðja. 

Hrekkjavökubragur er  á vetrarfríinu í menningarhúsunum. Í Gerðarsafni er verður norna- og hrekkjavökusmiðja og Bókasafn Kópavogs hefur frá 23. október boðið upp á skiptimarkað fyrir hrekkjavökubúninga og Skrímslaratleik. 

Skoða dagskrá vetrarfrísins í menningarhúsum.