
08.12.2023
Rebel, Rebel með Hamraborg Festival hlaut hæsta styrkinn
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar úthlutaði styrkjum og brautargengi verkefna til 40 umsækjenda sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Tilkynnt var um úthlutanir í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 7. desember. Ráðinu bárust 71 umsóknir og úthlutaði 14.250.000 króna.