16.07.2024
Fjölbreytt sumarnámskeið hjá Siglingafélaginu Ými
Siglingafélagið Ýmir heldur utan um sumarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Félagið býður upp á fjölmörg og fjölbreytt vikulöng námskeið en síðustu námskeið sumarsins fara fram í næstu viku, 22. - 26. júlí. Boðið er upp á námskeið í siglingu, leikjum og náttúruskoðun.