- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Framkvæmdir við breikkun á göngu- og hjólastíg meðfram Lindarvegi á milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar hófust í byrjun maí mánaðar þar sem núverandi stígur verður breikkaður svo gangandi og hjólandi hafi sitt sérsvæði sem aðgreint verður með yfirborðsmerkingum. Jafnframt verður halli á stígnum jafnaður út og bröttustu köflunum eytt út. Bætt verður við lýsingu og þverun á gatnamótun Fitjalindar og Lindarvegar endurbætt og hækkuð upp til tryggja öryggi óvarða vegfarenda enn frekar. Verkið verður unnið í áföngum, fyrsti áfangi, ofan Fitjalindar er áætlað að verði lokið um lok júní. Annar áfangi neðan Fitjalindar er áætlað að verði lokið í október og þriðji áfangi, gatnamót Fitjalindar og Lindarvegar er áætlað að verði lokið í desember. Á tenglinum hér að neðan er hægt að nálgast yfirlitsteikningar af framkvæmdinni. Hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur eru meðfram Lindarvegi og um göngustíga í Fjallalind og Funalind. Vegfarendur er vinsamlegast beðnir um virða lokanir og nýta hjáleiðir á meðan framkvæmdum stendur.