Covid 19: Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir

Hertar takmarkanir vegna Covid-19 taka gildi 5. október.
Hertar takmarkanir vegna Covid-19 taka gildi 5. október.

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Covid 19. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi 5. október.

Helstu breytingar sem fjallað eru um í nýjum reglugerðum heilbrigðisráðherra sem sporna eiga við útbreiðslu Covid-19 eru eftirfarandi:

  • Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 20 manns.
  • Líkamsræktarstöðvum verður lokað og einnig krám, skemmti- og spilastöðum.
  • Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.
  • Fjarlægðarmörk verða áfram 1 metri og við aðstæður þar sem slíkt er ekki mögulegt er skylt að nota andlitsgrímur.

Leik og grunnskólar

Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar. Þetta þýðir að starfsemi leik- og grunnskóla er með sama sniði og verið hefur. 

Nánar má lesa um takmarkanir á vef stjórnarráðsins.