Dagar ljóðsins

Dagar ljóðsins eru haldnir hátíðlega árlega í Kópavogi.
Dagar ljóðsins eru haldnir hátíðlega árlega í Kópavogi.

Fjölbreytt dagskrá fer fram á hinni árlegu hátíð Dagar ljóðsins. Dagskrá á Dögum ljóðsins fer fram á Bókasafni Kópavogs, Salnum og í Gerðarsafni en dagskráin er eftirfarandi:

12/1

13:00 Salurinn

Rappsmiðja með Sesari A. fyrir 10 – 14 ára.  Takmarkaður fjöldi þátttakenda og skráning á menningarhusin@kopavogur.is.

16/1

12:15 Bókasafn Kópavogs aðalsafn

Anna Valdís Kro frá ljóðaútgáfunni Ós Pressunni ræðir um landslag og þróun ljóðaútgáfu hér á landi og skoðar það í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir.

17/1

20:00 Gerðarsafn

Ljóðakvöld í samstarfi við Blekfjelagið og Ástu Fanney Sigurðardóttur. “Open Mic” fyrir ljóðskáld, Pure Deli selur veitingar í notalegu umhverfi.

19/1

13:00 Bókasafn Kópavogs aðalsafn

Ljóðasmiðja með Höllu Margréti Jóhannesdóttur fyrir alla fjölskylduna.

 19/1

20:00 Salurinn

Rapp í Kópavogi. Tónleikar þar sem fram koma Herra Hnetusmjör, Huginn, Blaz, Iris Gold ofl. Nánar um tónleikana og miðasölu á heimasíðu Salarins.   

21/1

20:00  Salurinn

Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur við hátíðlega athöfn og verðalaun veitt í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salomónsdóttir flytja lög við ljóð Jóns.