Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í dag

Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Sesselja Hauksdóttir ásamt leikskólabörnum frá leikskólanum Marbakka.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Sesselja Hauksdóttir ásamt leikskólabörnum frá leikskólanum Marbakka.

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, og af því tilefni færðu leikskólabörn úr Marbakka þeim Sesselju Hauksdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar Kópavogsbæjar, og Önnur Birnu Snæbjörnsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs plakat með upplýsingum um leikskólastarfið. Á plakatinu eru 16 spakmæli leikskólabarna og eiga leikskólabörn í Kópavogi hvorki fleiri né færri en tíu spakmæli.

Þetta er í fimmta sinn sem dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur en tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja athygli á hlutverki hans og starfi leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Félag leikskólakennara hafði frumkvæði að því á sínum tíma að halda upp á daginn en frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín þennan dag árið 1950.

Leikskólar um land allt halda daginn hátíðlegan með fjölbreyttum hætti og eru m.a. aðstandendum barna sem og sveitarstjórnarfólki boðið að koma og kynna sér starfið.