Dekkjakurl á sparkvöllum fjarlægt

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum síðdegis að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins á árinu. Hagur barna er hafður að leiðarljósi í ákvörðun bæjarstjórnar að því er fram kemur í tillögunni sem lögð var fram af meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.

Ákvörðun bæjarstjórnar þýðir að endurnýjun sparkvallanna verður flýtt miðað við það sem áætlað hafði verið. Þegar hefur dekkjakurl verið fjarlægt af sparkvelli við Lindaskóla og verður gúmmíkurli úr dekkjum nú skipt út á völlum við hina átta skóla bæjarins fyrir árslok 2016.