Eftirlitsmyndavélar í Kópavogi

Eftirlitsmyndavélar í Kópavogi.
Eftirlitsmyndavélar í Kópavogi.

Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlitsmyndavéla sem íbúar í Linda- og Salahverfi völdu í íbúakosningum í verkefninu Okkar Kópavogur.

Þegar hafa verið settar upp og teknar í notkun vélar við Skógarlind og undir brúarstólpa Reykjanesbrautar. Auk þeirra myndavéla bætast svo við eftirlitsvélar við KFC, við nýjan Arnarnesveg og á Vatnsendaveg við Ögurhvarf. Uppsetningu þeirra og tengingum vélanna við stjórnstöð lögreglu verður lokið á næstunni.

Með þessum vélum eru allar þær bifreiðar sem koma inn og út úr austurhluta Kópavogs myndaðar sem gerir eftirlit lögreglu með hverfunum auðveldara.

Kópavogsbær sér um uppsetningu vélanna sem eru annars vegar yfirlitsvélar og hins vegar vélar sem taka mynd af númerum bíla. Verkefnið er unnið í samvinnu Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan hefur ein rétt til þess að skoða myndefni úr vélunum.

Kallað var eftir hugmyndum í verkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust og kosið á milli þeirra í febrúar síðastliðnum.