Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, ármann kr. Óla…
Á myndinni eru frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Karl Eðvaldsson gatnamálastjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Ásgeir Þór Ásgeirsson varðstjóri, Sigurður Ólafsson Neyðarlínunni og Þórhallur Ólafsson forstjóri Neyðarlínunnar.

Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind á næstu vikum. Skrifað hefur verið undir samning á milli Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um myndavélarnar en í honum er tryggt að eingöngu lögreglan hefur aðgang að efni vélanna.

Þær vélar sem settar verða upp í maí greina númeraplötur á öllum aðkomum inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut.

Eftirlitsmyndavélarnar voru á meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur en íbúakosningarnar fóru fram í janúar og febrúar síðastliðnum.

Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar.