Eiður Fannar sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar.

Steinunn Þóra Thorlacius, Eiður Fannar Gapunay og Tómas Pétursson.
Steinunn Þóra Thorlacius, Eiður Fannar Gapunay og Tómas Pétursson.

Eiður Fannar Gapunay frá Smáraskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi 2024. Í öðru sæti var Tómas Pétursson frá Salaskóla og í þriðja sæti var Steinunn Þóra Thorlacius úr Snælandsskóla.

Þeódís Styrmisdóttir úr Kópavogsskóla og Erla Margrét Birgisdóttur úr Snælandsskóla fengu sérstakt hrós fyrir val á ljóði að eigin vali og flutningi þess.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum miðvikudaginn 13. mars. Keppnin haldin í 27. sinn í Kópavogi en keppnin á 28 ára afmæli í ár. Stóra upplestrarkeppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Í Salnum komu saman tveir fulltrúar frá níu grunnskólum bæjarins og lásu þau hluta úr sögunni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur. Því næst völdu nemendur eitt af tíu ljóðum eftir Braga Valdimar Skúlason og að lokum fluttu þau ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur fengu viðurkenningar, bók og blóm að gjöf en einnig voru veitt peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Í upphafi athafnar og þegar dómnefndin var að störfum fluttu nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs fallega tónlist.

Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði og afar erfitt var fyrir dómara að gera upp á milli þeirra. Það er því ljóst að nemendur í Kópavogi hafa staðið sig afar vel í ræktunarhluta keppninnar í skólunum áður en til lokahátíðarinnar kom.

Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni voru: 

Þeódís Styrmisdóttir – Kópavogsskóla, Tómas Pétursson – Salaskóla,, Guðrún Katrín Matthíasdóttir – Vatnsendaskóla, Eiður Fannar Gapunay – Smáraskóla, Sunneva Valey Valdimarsdóttir – Álfhólsskóla, Erla Margrét Birgisdóttir - Snælandsskóla, Matthildur Daníelsdóttir – Kársnesskóla, Eva María Ríkharðsdóttir – Lindaskóla, Lóa Katrín Guðmundsdóttir – Hörðuvallaskóla, Magnús Leví Árnason – Kópavogsskóla, Emilía Kaitlyn Marshall – Salaskóla, Þórey María Einarsdóttir – Vatnsendaskóla, Mariama K Sörudóttir Conte – Smáraskóla, Viktoría Emma Arnórsdóttir - Álfhólsskóla, Steinunn Þóra Thorlacius – Snælandsskóla – 3. sæti, Svétlana Sergeevna Kurkova – Kársnesskóla, Sigurður Páll Guðnýjarson – Lindaskóla, Tinna Björk Hákonardóttir - Hörðuvallaskóla.

Í dómnefnd sátu Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, formaður, Gréta Björg Ólafsdóttir og Vigdís Másdóttir.