Einelti í samfélagi

Einelti í samfélagi er viðfangsefni fyrirlesturs Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Einelti í samfélagi er viðfangsefni fyrirlesturs Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ í tómstunda- og félagsmálafræðum, fjallar um rannsóknir á einelti, hvernig foreldrar og fagfólk geta komið auga á einelti ásamt því að gefa góð ráð um forvarnir og inngrip í fyrirlestri 8.nóvember næstkomandi.

Fyrirlesturinn hefst kl. 17.30 þann 8. nóvember og fer fram í Fagralundi, Furugrund 83.

Vanda hefur á undanförnum árum rannsakað einelti frá mörgum sjónarhornum, auk þess sem hún hefur farið í ótal stofnanir, félög og foreldrahópa með ráðgjöf og fræðslu.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð Kópavogsbæjar sem fylgir úr hlaði nýrri lýðheilsustefnu.