Ekkó sigursælust

Unglingar frá félagsmiðstöðinni Ekkó komu, sáu og sigruðu.
Unglingar frá félagsmiðstöðinni Ekkó komu, sáu og sigruðu.

Félagsmiðstöðin Ekkó var sigursælust á íþróttamóti félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi sem fram fór í íþróttahúsinu Smáranum fyrir helgi. Hátt í 500 hundruð unglingar tóku þátt með einum eða öðrum hætti, ýmist með því að keppa eða styðja keppnisliðin. Keppt var í fjórum greinum, skák, kubb, kattspyrnu kvenna og karla.

Um kvöldið var dansleikur fyrir unglingana í félagmiðstöðinni Pegasus. Þátttaka á ballinu sló met en um 650 unglingar tóku þátt í gleðinni. Á dansleiknum var tilkynnt um sigurvegara í keppnisgreinum frá deginum og veittar viðurkenningar.

Úrslit frá íþróttadeginum eru eftirfarandi:

 Skák:

1. sæti: Félagsmiðstöðin Pegasus/ Álfhólsskóla

2. sæti: Félagmiðstöðin Dimma / Vatnsendaskóla

3. sæti: Félagsmiðstöðin Igló / Snælandsskóla

Kubbur:

1. sæti: Félagsmiðstöðin Ekkó/ Kársnesskóla

2. sæti: Félagmiðstöðin Þeba / Smáraskóla

3. sæti: Félagsmiðstöðin Dimma

Knattspyrna kvenna:

1. sæti: Félagsmiðstöðin Ekkó

2. sæti: Félagmiðstöðin Jemen / Lindaskóla

3. sæti: Félagsmiðstöðin Þeba

Knattspyrna karla:

1. sæti: Félagsmiðstöðin Ekkó

2. sæti: Félagmiðstöðin Igló

3. sæti: Félagsmiðstöðin Þeba

Öflugasta stuðningaliðið í ár kom frá félagsmiðstöðinni Igló.