Eldri borgarar í Guðmundarlundi

Eldri borgarar mæta í Guðmundarlund sumarið 2020.
Eldri borgarar mæta í Guðmundarlund sumarið 2020.

Vel var mætt í ferð eldri borgara í Guðmundarlund á dögunum. 

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi stóðu fyrir samkomu í Guðmundarlundi nú á dögunum. Rútur fóru frá öllum félagsmiðstöðvum með félagsmenn og tók Skógræktarfélag Kópavogs vel á móti þeim. Metmæting var á samkomunni en meira en 150 manns létu sjá sig. Léttar veitingar voru í boði og sungu gestir við undirleik harmonikkuhljóma Gleðigjafanna. 

Nýtt hús Skógræktarfélags Kópavogs kom til góðra nota og var þar þéttsetið bæði innandyra og á útipallinum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ávarpaði gesti og minnti alla á að hafa tveggja metra regluna á bak við eyrað og sættust eldri borgarar á bros frá bæjarstjóra í stað handabands.

Ásamt bæjarstjóra héldu Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar FEBK, og Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, einnig tölu.  Lítið hefur verið um samkomur eldri borgara vegna veirufaraldsins og því mikil tilhlökkun sem stóð að baki ferðarinnar. Ferðin vakti mikla lukku og voru eldri borgarar hæstánægðir að fá að koma saman í Guðmundarlundi og njóta ferska loftsins í góðum félagsskap.