Eldri borgurum boðið í Guðmundarlund

Í Guðmundarlundi.
Í Guðmundarlundi.

Eldri borgurum í Kópavogi verður boðið í Guðmundarlund miðvikudaginn 1. júlí næstkomandi.  Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi standa fyrir ferðinni sem hefst klukkan 15.00 og stendur til 17.00.  Skógræktarfélag Kópavogs tekur á móti gestum í Guðmundarlundi.

Boðið verður upp á rútuferðir frá öllum félagsmiðstöðvum Kópavogs, gleðigjafarnir mæta og léttar veitingar í boði.