Endurbættur hjólastígur opnaður

Hjólastígur um Kópavogsháls hefur opnað á ný.
Hjólastígur um Kópavogsháls hefur opnað á ný.

Framkvæmdum við endurbættan göngu- og hjólastíg á sunnanverðum Kópavogshálsi á milli Kópavogstún og Kópavogsbrautar er að mestu lokið og er stígurinn opinn á ný fyrir vegfarendur frá og með deginum í dag, 22.desember. Jafnframt hefur biðstöð strætó við Hafnarfjarðarveg verið opnuð að nýju. Unnið verður áfram við ýmiskonar lokafrágang næstu daga á meðan veður og aðstæður leyfa og einhverju verður ekki hægt að ljúka fyrr en næsta vor eins og frágang í köntum og til hliðar við stíginn. Nýr stígur er breiðari en sá gamli og eru sér reinar fyrir hjólandi umferð austan megin á stígnum en gangandi eiga sitt pláss vestan megin á stígnum. Stígamót við Kópavogstún hefur verið breytt og eru nú uppbyggð sem tvö T-gatnamót í staðinn fyrir óljóst hringtorg sem var á gamla stígnum. Umferð í suður/norður á réttinn gagnvart umferð í austur/vestur á stígamótunum og er biðskylda inn á aðalstíginn fyrir þá sem koma úr Kópavogsdal eða af Kársnesstíg neðan við Kópavogstún. Næstkomandi sumar verður haldið áfram endurnýjun stígarins á milli Kópavogsbrautar og Borgarholtsbrautar auk þess sem fyrirhugað er að endurnýja stíg um botn Kópavogs á milli Kópavogstúns og Arnarneshæðar.