Framkvæmdir við endurnýjun götu og lagna í Melaheiði hefjast þriðjudaginn 2. september þar sem gangstétt og kantsteinn verður fjarlægður. Fimmtudaginn 4. september munu Veitur hefja vinnu við að endurnýja raf- og hitaveitulagnir í götunni.
Lögð verður ný vatnslögn í götuna en til stendur að leggja af eldri vatnslögn sem liggur á milli Melaheiði og Álfhólsvegar. Eigendur húsa við götuna geta óskað eftir að Kópavogsbær taki yfir heimæð þeirra hafi hún verið lögð fyrir 1992, endurnýi og tengi húsið við nýja vatnsveitulögn í götunni. Eftir afsal verður heimæðin eign vatnsveitu Kópavogs að inntaki í húsinu. Ef áhugi er að fyrir að afsala sér heimæðinni skal fylla út afsals beiðni sem hægt er að nálgast á eftirfarandi veftengli https://www.kopavogur.is/static/files/Vatnsveita/umsokn-um-afsal-heimaedar.pdf.
Einnig verður regnvatnslögn í götunni endurnýjuð ásamt niðurföllum. Óburðarhæfum jarðveg verður skipt út fyrir burðarhæfan jarðveg og gert er ráð fyrir að endurnýja þurfi götuljósastrengi og einhverja götuljósastaura en umfangið mun koma betur í ljós þegar mokað verður frá þeim.
Þegar lagnavinnu er lokið verður gatan malbikuð að nýju, steyptur nýr gangstéttarkantur og lögð ný gangstétt. Aðgengi ökutækja að húsum með skerðast að einhverju leiti á meðan framkvæmdum stendur, þá sérstaklega þegar unnið er að endurnýjun lagna framan við hús en aðgengi gangandi verður tryggt með afmörkuðum gönguleiðum og göngubrúm þar sem þess er þörf.
Áætluð verklok eru um miðjan nóvember næstkomandi.