Börn frá Urðarhóli við Jólastjörnuna á Hálsatorgi.
Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í dag, föstudaginn 18. nóvember. Börn af leikskólanum Urðarhóli voru viðstödd, töldu niður og gengu svo í kringum stjörnuna komu viðstöddum í jólaskapið.
Þetta er fjórða árið í röð sem stjarnan er á Hálsatorgi en hún veitir mikla og fallega lýsingu á svæðið, gangandi og akandi vegfarendum til mikillar ánægju.
Uppsetning jóla- og skammdegisljósa er því langt komin hjá Kópavogsbæ. Lokahnykkurinn á uppsetningu ljósanna er næstu helgi þegar tendrað er á jólatréi bæjarins á Aðventuhátíðinni 26.nóvember.