Brynja Hjálmsdóttir fékk Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2022.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður.
Ljóði skal skilað í einu eintaki sem merkt er dulnefni. Með eintakinu skal fylgja eitt lokað umslag, merkt dulnefninu, sem inniheldur upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra vinnings- og viðurkenningarljóðum verða opnuð en öllum öðrum gögnum eytt.
Ljóðstafurinn verður afhentur ásamt viðurkenningum þriðjudaginn 21. janúar 2025, á afmælisdegi Jóns úr Vör.
Utanáskrift umslags er:
Ljóðstafur Jóns úr Vör
Menning í Kópavogi
Digranesvegi 1
200 Kópavogi.
Skilafrestur er til og með 5. nóvember 2024.
Nánar