- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Fyrsta sáningin sem tengist landssöfnun birkifræja fór fram föstudaginn 25.september, í landi Kópavogs í Lækjarbotnum. Nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum tóku sáninguna að sér ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs og fulltrúum aðstandenda verkefnisins.
Landssöfnun birkifræja hvar hleypt af stokkunum 16.september en það er Landgræðslan og Skógræktin sem eru aðstandendur verkefnisins, Kópavogsbær er einn samstarfsaðila þess, en fræjum sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður sáð í örfoka land í Selfjalli í Lækjarbotnum.
Almenningi verður boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna í tveimur viðburðum, á morgun laugardag þann 26.september klukkan ellefu og 3. október á sama tíma. Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sjá viðburðina. Fánaborg mun blasa við vegfarendum sem ætla að taka þátt í sáningunni þannig að afleggjarinn á ekki að fram hjá áhugasömum. Birkisáningin stendur frá 11.00 til 14.00.
Söfnunarkassar fyrir birkifræ eru aðgengilegir víða á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónuss, þá eru söfnunartunnur komnar í verslanir Bónuss. Upplýsingar um verkefnið og hvernig á að safna fræjunum á heimasíðu verkefnisins, birkiskogur.is.
Nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum tóku sáninguna að sér ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs og fulltrúum aðstandenda verkefnisins.
Landssöfnun birkifræja hvar hleypt af stokkunum 16.september en það er Landgræðslan og Skógræktin sem eru aðstandendur verkefnisins, Kópavogsbær er einn samstarfsaðila þess, en fræjum sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður sáð í örfoka land í Selfjalli í Lækjarbotnum.
Almenningi verður boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna í tveimur viðburðum, á morgun laugardag þann 26.september klukkan ellefu og 3. október á sama tíma. Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sjá viðburðina. Fánaborg mun blasa við vegfarendum sem ætla að taka þátt í sáningunni þannig að afleggjarinn á ekki að fram hjá áhugasömum. Birkisáningin stendur frá 11.00 til 14.00.
Söfnunarkassar fyrir birkifræ eru aðgengilegir víða á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónuss, þá eru söfnunartunnur komnar í verslanir Bónuss. Upplýsingar um verkefnið og hvernig á að safna fræjunum á heimasíðu verkefnisins, birkiskogur.is.