Erindaröð um upprunann

Uppruninn er erindaröð Bókasafns Kópavogs sem fram fer á fimmtudögum í febrúar.
Uppruninn er erindaröð Bókasafns Kópavogs sem fram fer á fimmtudögum í febrúar.

Uppruninn er þema árlegrar erindaraðar Bókasafns Kópavogs sem haldinn verður á fimmtudögum í febrúarmánuði. Hver erum við, hvaðan komum við og skipta svörin við þessum spurningum á annað borð máli? Fyrirlesararnir sem takast á við þessa spurningu í  ár nálgast hana meðal annars út frá sjónarhóli fjölmenningar, sagnfræði og ættfræði. 

 2. febrúar: Fyrsta erindið heldur Kópavogsbúi ársins, Sema Erla Serdar sem er stjórnmála- og evrópufræðingur að mennt. Erindi hennar um úrlausnarefni sem fjölmenningarsamfélagið færir okkur. 

9.febrúar: Vikuna á eftir tekst sagnfræðiprófessorinn Sverrir Jakobsson á við hugmyndir Íslendinga um sjálfsmynd þjóðarinnar.

16. febrúar:  Friðrik Skúlason, sem vann að sköpun Íslendingabókar, spyr að því hvenær menn verða Íslendingar.

23. febrúar: Lestina rekur vélfræðingurinn og ættfræðigrúskarinn Anna Kristjánsdóttir, sem kveðst þurfa að leita ansi langt aftur í ættartréð áður en hún finnur þar presta og sýslumenn frekar en eintóm vinnuhjú.

Erindin eru opin öllum og aðgangur er ókeypis. Þau fara fram á jarðhæð aðalsafns Bókasafns Kópavogs í Hamraborg 6A og hefjast kl. 17.00.