Evrópsk samgönguvika í Kópavogi

Reiðhjólastígur við Ásbraut.
Reiðhjólastígur við Ásbraut.

Bryddað er upp á fjölmörgum viðburðum í Kópavogi í evrópskri samgönguviku sem hefst miðvikudaginn 16. september og stendur til þriðjudagsins 22. september. Dagskrá vikunnar hefst með síðsumargöngu um austari hluta Kópavogsdals síðdegis á miðvikudag en formleg setning er þá um kvöldið þegar kveikt verður á lerki í Kópavogsdal og lýsingu vð Smáralind.

Á fimmtudagsmorgni hjóla nemendur í Kópavogi á milli skóla og er íbúum boðið að taka þátt í þeim viðburði. Á föstudag er svo málþingið Hjólum til framtíðar sem fjallar um vistvænar samgöngur. Það er haldið í fyrsta sinn í Kópavogi og fer fram í Smárabíó.

 Aðstandendur málsþingsins eru Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við sveitarfélögin á landinu. Á laugardag og sunnudag verður kynning á fjölbreytilegum ferðamátum í Smáralind, rafbílum, vespum, reiðhjólum og fatnaði. Á mánudag er boðið í hjólahring í Kópavogi, sem merktur hefur verið í samstarfi Kópavogs og höfuðborgarstofu. Loks er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu á bíllausa deginum, þriðjudeginum 22. september.

Dagskrá evrópskrar samgönguviku í Kópavogi

Miðvikudagur, 16. september: Dagur íslenskrar náttúru Síðsumarsganga umhverfis- og samgöngunefndar og Sögufélags Kópavogs kl. 17:00-19:00 Gangan hefst við tjörnina í Kópavogslæk, neðan Fífuhvamms, og verður gengið austur Kópavogsdalinn undir leiðsögn staðkunnugra, svæðið á mikla sögu og áhugaverða náttúru. Endað verður við Dalveg við nýjasta fróðleiksskiltið sem greinir frá stofnun Framfarafélas Kópavogs árið 1945. Þar verður boðið upp á grillpylsur og ferð til baka að upphafsreit fyrir þá sem það vilja.

Setning evrópskrar samgönguviku í Kópavogi: Kveikt verður á lýsingu við Smáralind kl. 21:00 og við lerki í Kópavogsdal kl. 21:30.

Fimmtudagur, 17. september: Hjólalestin – Nemendur 8.bekkja grunnaskóla Kópavogs bjóða til hjólalestar kl. 9:00-12:40 Íbúum er boðið að taka þátt í hjólalest grunnskóla Kópavogs þar sem hjólaðir verða tveir hringir. Efri hringur: Lagt af stað kl. 9:00 frá Salaskóla Neðri hringur: Lagt af stað kl. 9:00 frá Smáraskóla

Föstudagur, 18. september: Málþing „Hjólum til framtíðar“ kl. 9:00-16:00 – Smárabíó í Smáralind Málþing í Smárabíói um vistvænar samgöngur í umsjón LHM og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara.

Laugardagur, 19. september: Evrópsk samgönguvika í Smáralind. kl. 11:00-16:00 Kynning á rafbílum, vespum, rafmagnsreiðhjólum, reiðhjólum, útivistarfatnaði og dekkjum. Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta ferðamáta og þær kynningar sem eru í boði.

Sunnudagur, 20. september: Evrópsk samgönguvika í Smáralind. kl. 1 3:00-16:00 Kynning á rafbílum, vespum, rafmagnsreiðhjólum, reiðhjólum, útivistarfatnaði og dekkjum. Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að nýta sér tækifærið að kynna sér þá fjölbreytta ferðamáta og þær kynningar sem eru í boði.

Mánudagur, 21. september:  Hjólaferð kl. 1 7:30-1 9:00 Hjólaður verður „activity“ hringur Kópavogsbæjar sem er hluti af Reykjavik Loves cycling verkefninu. Lagt af stað frá bílastæði HK í Fagralundi kl.17:30 og endað í trjásafni Meltungu í grillveislu.

Þriðjudagur, 22. september: Bíllausi dagurinn Strætó bs. býður frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni dagsins. Íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta aðra samgöngumáta þennan dag.