Evrópsk samgönguvika í Kópavogi

Hjólalest í Kópavogi á Evrópskri samgönguviku.
Hjólalest í Kópavogi á Evrópskri samgönguviku.

Fjölbreytt dagskrá er í Kópavogi í tengslum við evrópska samgönguviku sem stendur yfir frá 16. september.

Dagskrá

Mánudagur 10. september: Síðsumarsganga Umhverfis- og samgöngunefndar og Sögufélags Kópavogs.

Mæting kl. 17.30. við bryggjuna við Bakkabraut. Áætlað er að göngunni ljúki kl. 19.00.

Mánudagur 17. september:  Hjólateljarar við Reykjanesbraut og Hafnafjaraðrveg teknir í  notkun. Settir hafa verið upp hjólateljarar til að fylgjast með umferð sem fer um Kópavogsháls/Hamraborg og eftir

stígakerfinu neðan við Salahverfið.

Þriðjudagur 18. september: Aðgreind göngu- og  hjólaleið frá Vatnsenda að Smáranum tekin í notkun. Hjólastígur er samgönguhjólreiðastígur sem tengir saman hverfi bæjarins með 1.5 km löngum stíg.

 Miðvikudagur 19. september: Aðgreind göngu- og hjólaleið framhjá íþróttasvæði við Fífuna tekin í notkun. Tengingin tengir

Fífuhvammsveg í Smáranum við Vatnsenda, strandlínu Kársnes og Hamraborgina.

Fimmtudagur 20. septemberFræðsludagur á Bókasafni Kópavogs. Yfir daginn verður til kynningar bókum um hjólreiðar. Á staðnum verða hjól, rafmagnshjól, vespur og aðrir fylgihlutir hjólreiða.

Föstudagur 21. september: Hjólaferð kl. 17.30. Hjólað á milli gömlu bæjanna í Kópavogi.  Lagt af stað frá bílastæðinu við Fagralund.

Laugardagur 22. september: Bíllausi dagurinn, frítt í strætó bs. þennan dag á höfuðborgarsvæðinu

Lesa dagskrá.